Aston Villa vann góðan 2:1-sigur á liði Chelsea á Stamford Bridge í kvöld í ensku úrvalsdeildinni. João Pedro skoraði mark Chelsea í fyrri hálfleik en Ollie Watkins sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik skoraði bæði mörk Aston Villa. Þetta var áttundi sigurleikur Aston Villa í röð í ensku úrvalsdeildinni og ellefti sigurleikur liðsins í röð í öllum keppnum.