Franska tenniskonan Caroline Garcia segist hafa hafnað tilboði upp á 270.000 dollara, eða um 34 milljónir króna, því hún vildi ekki auglýsa veðmálafyrirtæki. Hún segir allt íþróttafólk þekkja viðbjóðslegu skilaboðin og jafnvel líflátshótanirnar sem því berist vegna veðmála sem ekki ganga upp.