Hafin er söfnun fyrir Kjartan Guðmundsson, mann sem liggur þungt haldinn á spítala í Suður-Afríku eftir umferðaslys þar í landi. Hann er faðir drengs sem er í fíknimeðferð hjá stofnuninni Healing Wings í Suður-Afríku. Þrír íslenskir drengir hafa undanfarið verið í meðferð hjá stofnuninni. Mæður þeirra sendu þá þangað eftir að hafa mætt lokuðum dyrum á Íslandi. Fjölskylda eins þeirra hélt utan í síðustu viku til að vera með honum yfir hátíðirnar. Fjölskylda drengsins var nýkomin til Suður-Afríku þegar þau lentu í alvarlegu bílslysi. Það er Ómar Sigurðsson, vinur Kjartans, sem blés til söfnunarinnar í dag á Facebook-síðu sinni. Hann segir ljóst að ef Kjartan nær sér bíði hans löng og krefjandi endurhæfing. „Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að vera til staðar fyrir Kjartan og fjölskyldu hans,“ segir Ómar í færslu sinni og bendir öllum þeim sem vilja leggja Kjartani og fjölskyldu hans lið að þau geti lagt inn á reikning Sigurvalda, bróður Kjartans. Reikningsnúmer Sigurvalda er: 0123-15-238284 Kennitala: 260790-2939 Áður hefur verið blásið til söfnunar fyrir móður drengsins sem standa. Ingibjörg Einarsdóttir, vinkona hennar, blés til þeirrar söfnunar.