Um 140 þúsund heimili enn án rafmagns

Yfir 140 þúsund heimili eru án rafmagns í Finnlandi af völdum óveðursins Jóhannesar. YLE greinir frá þessu og segir straumrof hafa orðið í meira en 220 byggðarlögum. Fólk á göngu í Vesturbotni í Svíþjóð meðan vetrarstormurinn Jóhannes geisar.AP/TT News Agency / Sam Hedman Þúsundir íbúa Svíþjóðar hafa einnig verið án rafmagns vegna illviðrisins. Þar hafa tveir látið lífið af völdum Jóhannesar, karlmaður á fimmtudagsaldri sem varð undir tré rétt yfir utan Sandviken, norður af Stokkhólmi. Annar maður lést eftir að hann festist undir tré í bænum Härnösand við austurströnd Svíþjóðar.