Hverjum þjónar kerfið?

Mótmæli bænda og fleiri starfstétta í grunnstoðum matvælakeðjunnar eru ekki bundnar við Evrópusambandið eitt og sér þó þær hafi verið mest áberandi hér á landi. Undirliggjandi spenna er miklu víðar og endurspeglar víðtækari þróun í nútíma stefnumótun, þar sem markmið eru skilgreind ofan frá, framkvæmdin flókin og dreifing byrðanna er óljós og þau sem eru aftast í virðiskeðjunni finna fyrir áhrifaleysi.