Milt veður miðað við árstíma

Stíf vestanátt var á norðanverðu landinu í nótt en í dag lægir. Það verður skýjað og sums staðar rigning en þurrt að kalla suðaustantil. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það sé milt í veðri miðað við árstíma. Á morgun verður suðvestanátt 5-13 metrar norðan heiða en annars hægari vindur. Skýjað og stöku skúrir eða slydduél en bjart með köflum austanlands og hiti kringum frostmark þar. Útlit er fyrir svipað veður á þriðjudag en þó bætir í vind, einkum norðantil. Þar má búast við hvössum vindstrengjum um kvöldið. Áramótaveðrið Línur eru farnar að skýrast með áramótaveðrið. Á gamlársdag er útlit fyrir kólnandi veður. Það verður norðvestanátt, 10-18 metrar, og hvassast við austurströndina. En það lægir vestantil síðdegis. Dálítil él á Norðaustur- og Austurlandi fram eftir degi en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Á nýársdag er útlit fyrir norðlæga átt og yfirleitt þurrt en él norðanaustanlands. Frost að tíu stigum.