„Tugþúsundir króna í aukinn skatt á ári“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur að einstaklingur á meðallaunum muni koma til með að greiða tugir þúsunda í aukna skatta á ári vegna þess að persónuafsláttur og skattþrep hækka ekki nægilega um áramótin.