Fólk þekkir orðið söguna. Alþingi er búið að samþykkja Fjarðarheiðargöng. Ráðherra fer gegn vilja Alþingis og vinnur nýja samgönguáætlun, byggða að mestu á sandi. Því ef maður skoðar skýrslur sem liggja fyrir hjá Vegagerðinni og Stjórnarráðinu, m.a., þá hallast fjölmörg rök að gerð Fjarðarheiðarganga og gagnsemi þeirra fyrir samfélagið á Austurlandi.