Íþróttaárið gert upp: Stelpurnar okkar á EM

Nú er árið senn á enda og ekki úr vegi að rifja upp stór augnablik úr heimi íþróttanna. Íslenska kvennalandsliðið keppti á EM í fótbolta fimmta skiptið í röð í sumar. Mikil eftirvænting var fyrir mótinu. Það gekk á ýmsu á mótinu, magakveisa hrjáði fyrirliðann og liðið spilaði manni færri stóran hluta af fyrsta leiknum. Íþróttaannállinn er á dagskrá RÚV á gamlárskvöld klukkan 20:20.