Alvarlegt umferðaslys við Fagurhólsmýri á Suðurlandi

Alvarlegur árekstur tveggja bíla átti sér stað við Fagurhólsmýri á Suðurlandi í kvöld. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út á sjötta tímanum. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir þetta. Þrír voru fluttir með fyrri þyrlu gæslunnar og er búist við því að einn verði fluttur með seinni þyrlunni. Búist er við að fyrri þyrlan lendi innan skamms á Reykjavíkurflugvelli fremur en beint á Landspítalanum vegna skyggnis. Þeir sem eru slasaðir um borð verða svo fluttir áfram með sjúkrabílum. Einar Sigurjónsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, segir tildrög slyssins til rannsóknar.