Fjórir fluttir á spítala eftir alvarlegt umferðarslys

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á sjötta tímanum í kvöld vegna umferðarslyss við Fagurhólsmýri. Tvær þyrlur voru kallaðar út og er nú verið að flytja fjóra á spítala.