Að minnsta kosti sextán fórust í eldsvoða á hjúkrunarheimili

Indónesískir slökkviliðsmenn að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.EPA / MAST IRHAM Að minnsta kosti sextán fórust í eldsvoða í hjúkrunarheimili á indónesísku eyjunni Sulawesi. Þrír slösuðust í brunanum að sögn yfirvalda, alls tókst að bjarga tólf ómeiddum úr brennandi húsinu. Allir voru fluttir á nærliggjandi sjúkrahús. Eldurinn kviknaði í gærkvöld að staðartíma meðan flestir íbúanna hvíldu sig á herbergjum sínum. Um það bil klukkustund tók að slökkva eldinn, sem var mjög umfangsmikill.