Í dag verður hæg vestlæg átt og fremur milt veður. Það má gera ráð fyrir súld eða dálítilli rigningu öðru hverju. Á austanverðu landinu léttir smám saman til og þar verður hiti í kringum frostmark. Það bætir heldur í vind norðan heiða síðdegis og í kvöld. Vestan 8-15 metrar á sekúndu á morgun og 13-20 annað kvöld, en talsvert hægari syðra. Búast má við smávægis vætu vestanlands, einkum um kvöldið, en léttskýjað á austanverðu landinu. Það snýst í norðanátt á gamlársdag og þá kólnar í veðri. Léttir til á Suður- og Vesturlandi en él norðaustan- og austanlands.