Landsbjörg: 14 sölustaðir á Vestfjörðum

Sveitar Landsbjargar á Vestfjörðum verða með 14 sölustaði í fjórðungnum þar sem kaupa má flugelda og fleira til þess að fagna komandi áramótum og um leið að styrkja starf björgunarsveitanna. Í Reykhólasveit verður björgunarsveitin Heimamenn með sölustað á Reykhólum. Í Vesturbyggð eru fimm sveitir Landsbjargar með sölu á flugeldum. Það eru björgunarsveitin Lómfell á Barðaströnd, […]