Móttaka hrossataðs verði bætt

Fulltrúi Framsóknarflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu þess efnis að ráðið beini því til borgarstjóra að hefja samtal við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) um hvernig bæta megi móttöku og meðhöndlun lífræns úrgangs, þ.e. hrossataðs. Afgreiðslu tillögunnar var frestað á fundi ráðsins.