Ýmis opinber gjöld og gjaldskrár sveitarfélaga hækka að venju um áramót. Svonefndir krónutöluskattar ríkisins hækka um 3,7% í samræmi við forsendur fjárlaga og gjaldskrár Reykjavíkurborgar, stærsta sveitarfélagsins, hækka að jafnaði um 3,5% þótt finna megi bæði meiri og minni prósentuhækkun einstakra liða.