Mestu lætin í Flokki fólksins

„Flokkur fólksins er gjörsamlega búinn að stela senunni í ár,“ sagði Ari Eldjárn í Morgunútvarpinu á Rás 2. Ari stendur í ströngu í Háskólabíói þessa dagana með sýninguna Áramótaskop, sem hefur einnig farið sigurför um landið undanfarnar vikur. Hlustaðu á viðtalið við Ara í spilaranum hér fyrir ofan. Spurður hvort ríkisstjórnin hafi verið dugleg við að gefa honum efni í sýninguna viðurkennir hann að Flokkur fólksins hafi staðið sína plikt. „Það er oft sagt: Skaupið skrifar sig sjálft í ár . Það er reyndar ekki alveg rétt, það þarf alltaf að semja brandara en það hafa verið mestu lætin þar,“ sagði Ari, eldhress í morgunsárið. Morgunútvarpið er á Rás 2 milli klukkan 7 og 9 alla virka morgna.