Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og ung­linga í vanda, úr­ræða­leysi og mikil­vægi snemmtækrar í­hlutunar

Undanfarin ár hefur umræðan um börn og unglinga í vanda orðið sífellt háværari. Fjallað hefur verið um skort á úrræðum, langa biðlista, neyðarráðstafanir og þá staðreynd að börn séu send í meðferð eða vistun utan landsteinanna vegna þess að hér á landi sé ekki til viðeigandi stuðningur.