Afleiðingar loftslagsbreytinga hafa að mörgu leyti verið nokkuð óáþreifanlegar fyrir íslenskt samfélag enn sem komið er og daglegt líf gengur almennt sinn vanagang. Þetta þýðir þó ekki að áhrifanna gæti ekki nú þegar. Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar segir: „[Þær] eru byrjaðar að breyta náttúrufari og lífsskilyrðum fólks á Íslandi.“ Staðan er þó mun verri víða um heim þar sem flóð,...