Bandaríkin hafa boðið Úkraínu „traustar“ öryggistryggingar til 15 ára, með möguleika á framlengingu, en stjórnvöld í Kyiv telja það ekki nægjanlegt. Þetta sagði forseti Úkraínu, Volodimír Selensskí eftir fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Flórída.