Hagar auglýsa eftir umsóknum í nýsköpunarsjóðinn Uppsprettuna, en þetta er í fimmta sinn sem styrkjum verður úthlutað úr sjóðnum. Allt að 20 milljónir standa frumkvöðlum í matvælaiðnaði til boða í þetta skiptið og er umsóknarfrestur til og með 25. janúar.