Netverslun og Ninja-Creami ísvélar þykja einkenna jólaverslunina í ár, en fataverslun var einnig björt og gera má ráð fyrir því að mun færri hafi farið í jólaköttinn en síðustu ár, enda ákveðin fatajól að margra mati.