Bifreið sem breski hnefaleikakappinn Anthony Joshua var í lenti í árekstri í dag. Tveir einstaklingar féllu frá. Ekki er vitað hverjir það eru að svo stöddu. Joshua er á spítala ásamt einum öðrum. Talið er að Joshua hafi meiðst lítillega og sé í ágætis ásigkomulagi. Hann þurfti á hjálp að halda til að komast úr bílnum. Alls voru fimm í bílnum. Joshua sat fyrir aftan ökumanninn. Slysið gerðist í Nígeríu þar sem Joshua ferðast nú um. Dekk sprakk á Lexus-bifreið á þjóðvegi milli Lagos og Ibadan, með þeim afleiðingum að bíllinn lenti í árekstri við kyrrstæðan trukk. „Ég get staðfest að það varð slys og að fórnarlambið hefur verið fært á spítala,“ sagði Lanre Ogunlowo sem er yfir löggæslu á svæðinu. Joshua er einn fremsti hnefaleikakappi heims. Hann var staðsettur í Nígeríu til að fagna sigri í bardaga gegn samfélagsmiðlastjörnunni Jake Paul.