Hættu­leg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða fram­tíð Ís­lands

Ísland hefur blómstrað með aðkomu innflytjenda sem leggja mikið af mörkum til efnahagslífsins, sérstaklega í bygginga- og ferðaþjónustu, auk heilbrigðis, velferðar- og menntageirans. Þrátt fyrir þessi augljósu framlög hafa hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar, sérstaklega Miðflokkurinn, nýtt sér áróður til að skapa ótta og sundrung og beina fingrinum að innflytjendum sem rót allra vandamála.