Brigitte Bardot.EPA / BOGDAN PETRESCU Leikkonan Brigitte Bardot, sem lést í gær, verður grafin í kirkjugarðinum í Saint-Tropez. Hún hafði áður óskað eftir að vera jörðuð í garðinum í húsi sínu. Bardot var frægasta leikkona Frakklands á sínum yngri árum en hætti að leika fyrir rúmum 50 árum til að berjast fyrir velferð dýra. Hægrisinnaðar skoðanir hennar, meðal annars gegn innflytjendum, hafa valdið Frökkum vandræðum með hvernig eigi að minnast hennar. Hún var fimm sinnum dæmd fyrir hatursorðræðu. Bardot hafði sagst frekar vilja vera grafin í garðinum heima hjá sér en í kirkjugarði þar sem hætta væri á skemmdarverkum á leiðinu. Sú ósk verður ekki uppfyllt.