Eðalmálmar rjúka upp á meðan olíuverð lækkar

Heimsmarkaðsverð á silfri náði nýjum hæðum á föstudag en málmurinn hækkaði þá í verði um 9% þegar mest lét og kostaði rétt rúmlega 78,5 dali á únsuna í lok dags. Hefur silfurverð hækkað um nærri 35% undanfarinn mánuð og um næstum 145% undanfarið ár.