Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður af erlendu bergi brotinn fannst látinn utandyra í Borgarnesi á öðrum degi jóla. RÚV greinir frá. Maðurinn var á fimmtugsaldri. Lögreglan á Vesturlandi segir að ekkert bendi til þess að nokkuð sakæmt hafi átt sér stað við lát mannsins.