Tveir fullorðnir og tvö börn voru flutt á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi til aðhlynningar eftir bílveltu í Skorradal fyrir hádegi í dag. Þetta staðfestir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við fréttastofu, en mbl.is greindi fyrst frá. Ásmundur gat ekki gefið frekari upplýsingar um líðan fólksins. RÚV / Sölvi Andrason