Blysröð í anda þjóð­há­tíðar í stað brennu

Amma á Kársnesi sem saknar árlegrar áramótabrennu í Kópavogi hefur ákveðið að blása til svokallaðrar blysraðar í anda þjóðhátíðar í Eyjum á gamlárskvöld. Engar áramótabrennur eru á dagskrá í sveitarfélaginu í ár. Hún furðar sig á áhugaleysi Kópavogsbæjar á framtakinu, sem þjóni þeim tilgangi að fjölskyldur hafi eitthvað að gera milli matmálstíma og áramótaskaups á gamlárskvöld.