Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik

Dyggur viðskiptavinur Krónunnar rak upp stór augu þegar hann uppgötvaði að hnífsblað leyndist í innpakkaðri frosinni pítsu í gær. Sá lét hinn óvænta fund ekki á sig fá, skilaði pítsunni aftur í Krónuna í skiptum fyrir aðra af sömu tegund, sem þó var laus við öll hnífsblöð.