Fjölmenn mótmæli brutust út í Íran í gær eftir að gengi gjaldmiðilsins ríals féll sögulega gagnvart bandaríkjadal. Lögregla skaut táragasi að mótmælendum í höfuðborginni Teheran.EPA / Stringer Á sunnudag nam einn dalur 1,42 milljónum ríala en verðgildið í gær var 1,38 milljónir. Virði ríalsins hefur fallið hratt síðustu mánuði og seðlabankastjóri Írans hefur sagt af sér samkvæmt fréttum ríkissjónvarps landsins. Hröð veiking ríals gagnvart bandaríkjadal eykur verulega á verðbólgu í Íran. Hagstofa landsins greinir frá því að ársverðbólga í desember hafi numið 42,2 af hundraði.