Khaleda Zia, fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Bangladess, er látin eftir langvinn veikindi, áttræð að aldri. Þjóðarflokkur hennar greindi frá þessu í morgun. FILE - Bangladesh's ailing former Prime Minister Khaleda Zia leaves the airport in a car after arriving from London, May 6, 2025, in Dhaka, Bangladesh. (AP Photo/Mahud Hossain Opu, File)AP / Mahud Hossain Opu Zia var forsætisráðherra Bangladess frá 1991 til 1996 og aftur 2001 til 2006. Hún var leiðtogi Þjóðarflokksins um langt árabil og rak harða stefnu gegn ríkisstjórn landsins eftir að hún lét af embætti forsætisráðherra. Hún barðist meðal annars fyrir réttindum stúlkna til menntunar og kom á tíu ára gjaldfrjálsri skólaskyldu fyrir þær. Zia var leiðtogi stjórnarandstöðunnar árið 2018 þegar hún var dæmd fyrir spillingu og vistuð í stofufangelsi á heimili sínu.