Það verður vestlæg átt yfir landinu í dag. Það hvessir um landið norðanvert þegar líður á daginn. Vindstyrkur gæti náð 20 metrum á sekúndu í kvöld en vindur verður hægar um landið sunnanvert. Búast má við súld eða dálítilli rigningu af og til á vestanverðu landinu. Bjart veður austanlands. Hiti verður yfirleitt á bilinu 0 til 6 stig. Í nótt er útlit fyrir nokkuð snarpar vindhviður við fjöll á norðanverðu landinu. Þar dregur úr vindi snemma morguns. Á gamlársdag snýst í norðan- og norðvestanátt. Það kólnar í veðri með éljum á Norður- og Austurlandi en léttir til sunnan- og vestanlands. Hægur vindur verður á gamlárskvöld og líkur á stöku éljum austast.