Að­laga lána­mál ríkisins að breyttum að­stæðum

Ný stefna í lánamálum ríkisins á að tryggja að lánsfjárþörf og fjárhagslegum skuldbindingum ríkissjóðs sé mætt með lágmarkskostnaði, með tilliti til varfærinnar áhættustefnu. Sett eru fram ný viðmið um skiptingu lána, þar sem gert er ráð fyrir að óverðtryggð lán nemi um 45 prósentum af lánasafni, verðtryggð lán um 40 prósentum og lán í erlendri mynt um 15 prósentum.