Popúlismi er dreginn af enska orðinu popular, sem merkir vinsælt, eða populus úr latínu, orð yfir fólkið, almúgann eða almenning. Popptónlist er til dæmis vinsæl tónlist almennings. Hér áður fyrr var hinn stóri hópur, almenningur, oft nefndur pöpullinn.