Sindragata 4B: ný byggingaráform samþykkt – og kærð til ÚUA

Byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 11. desember umsókn Vesfirskra verktaka ehf. vegna byggingar 9 íbúða fjölbýlishúss byggt úr krosslímdum timbureiningum. Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 30. október sl. og var þá málinu vísað til skipulagsfulltrúa til umsagnar. Umsögn hans var svo lögð fram á fundinum 11. desember. Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var bókað: „Byggingaráform samþykkt. […]