Líkur á gróðureldum meiri

Meiri líkur eru á að gróðureldar kvikni út frá flugeldum nú þegar minni snjór er á landinu en oft um áramót. Jóhann Þór Jónsson, verkefnastjóri eldvarnaeftirlits hjá Slökkviliði Akureyrar, hvetur fólk til að huga að því hvar það skýtur upp flugeldum.