Sem félagsráðgjafi liðsinnir Lilja Sif Þórisdóttir fólki með réttindamál í heilbrigðiskerfinu til að finna viðeigandi farveg í flóknu kerfi réttinda-, lífeyris- og tryggingamála. Hún segir starfið krefjandi þar sem ME-sjúkdómurinn eða langvinnt Covid sé ekki nægilega viðurkennt. „Þetta er mest krefjandi sjúklingahópur sem ég hef unnið með þegar kemur að réttindamálum því lagaramminn sem við búum við hefur verið mjög óhagstæður...