„Þetta er skrýtið fyrir alla“

Knattspyrnumaðurinn Tómas Bent Magnússon hefur slegið í gegn með toppliði skoska boltans í vetur. Hann gekk óvænt í raðir Hearts um mitt sumar þegar hann var keyptur frá Val. Hearts tapaði gegn Hibernian 2-1 um helgina en er samt sem áður með þriggja stiga forskot á toppi skosku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.