Neita að ræða við Úkraínu­menn vegna meintrar á­rásar á heimili Pútíns

Ráðamenn í Rússlandi ætla að herða kröfur sínar gagnvart Úkraínumönnum í vegna meintrar drónaárásar á eitt af heimilum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og vilja ekki eiga beinar viðræður við Úkraínumenn. Ráðamenn í Úkraínu segja enga slíka árás hafa verið gerða en Rússar hafa engar sannanir fært fyrir því að árásin hafi verið gerð og eiga sér langa sögu ósanninda.