Brennur um alla borg um áramótin

Leyfðar verða alls tíu áramótabrennur í Reykjavík um komandi áramót. Vill borgin vekja sérstaka athygli á því að bannað er að vera með flugelda við brennur, en stjörnuljós, blys og skotblys eru leyfileg á brennusvæðum.