Beyoncé orðin milljarðamæringur samkvæmt Forbes

Bandaríska tímaritið Forbes heldur lista yfir ríkasta fólk heims og nú hefur bandaríska tónlistarkonan Beyoncé Knowles-Carter bæst í hóp milljarðamæringa í bandaríkjadölum talið. Aðrir tónlistarmenn á listanum eru Taylor Swift, Rihanna, Bruce Springsteen og eiginmaður Beyoncé, Jay-Z. Tónleikaferðalag hennar frá árinu 2023, Renaissance World Tour, þénaði um 600 milljónir dollara sem gera um 75.120.000.000 krónur. Árangur þessi gerir hana að einni stærstu popstjörnu heimsins auk Taylor Swift sem átti eitt arðbærasta og fjölsóttasta tónleikaferðalag sögunnar, Eras-tónleikaferðalagið. Þrátt fyrir gífurlega velgengni í tónlistarbransanum hlaut Beyoncé sín fyrstu Grammy-verðlaun fyrr á árinu fyrir plötuna Cowboy Carter sem hún ferðaðist með fyrr á árinu og naut það tónleikaferðalag einnig mikillar velgengni. Áætlað er að hagnaður ferðalagsins sé um 400 milljónir dollara.