Stóðu í fjöruborðinu þrátt fyrir viðvörunarljós

TikTok-myndband sem birt var um helgina sýnir glapræði tveggja ferðamanna í Reynisfjöru sem stóðu með öldurnar í bakið og náðu rétt svo að hlaupa frá hafinu sem hótaði að hrifsa þá með sér og náði þeim upp að hnjám.