Borgin El Fasher í Súdan er að mestu yfirgefin en lítill fjöldi fólks heldur til í rústum húsa eða undir grófum híbýlum úr plasti. Þetta segja starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem tókst nýverið að heimsækja borgina, í fyrsta sinn síðan vígamenn hóps sem kallast RSF frömdu þar mikil ódæði fyrr í vetur.