Vinsælustu lög ársins - 7. sæti

Í þættinum Lög ársins 2025 sem er á dagskrá sjónvarsins í kvöld rekur Sigurður Þorri Gunnarsson hver eru vinsælustu íslensku lögin á Rás 2 í ár. Skagfirsku fóstbræðurnir í Úlfur Úlfur sendu frá sér kántrískotna EP-plötu í sumar og fyrsta lag þeirra skífu, Sumarið, sem hófst með línunum „Sumarið það sveik mig, það rigndi eldi og brennisteini“ er sjöunda vinsælasta lag ársins á Rás 2.