Eftir­minni­legasta augna­blikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“

Það líður varla mánuður án þess að fólk nálgist Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi leiðtoga Jafnaðarmanna, og rifji upp með honum bráðfyndið augnablik í Kryddsíldinni árið 2002 þegar þeim Össuri og Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, lenti saman og ásakanir um að vera dóni gengu á víxl við mikla kátínu hinna við háborðið.