Það er loksins farið að rofa til hjá landsliðsfyrirliðanum Orra Steini Óskarssyni sem misst hefur af öllu haustinu vegna meiðsla. Hann gæti snúið aftur til leiks á sunnudaginn, gegn Atlético Madrid, undir stjórn nýs þjálfara Real Sociedad í spænsku 1. deildinni í fótbolta.