Viltu gera upp gamalt hús?

Bolungarvíkurkaupstaður auglýsir eftir áhugasömum aðilum sem vilja taka að sér uppbyggingu á Aðalstræti 16. Húsið er lágreist timburhús, með mænisþaki byggt á hlöðnum og steyptum grunni í látlausum, hefðbundnum stíl. Kjallari er gömul kolageymsla og kyndiklefi með lágri lofthæð. Húsið var upphaflega byggt í Látrum í Aðalvík árið 1909 en var flutt til Bolungarvíkur um […]