Segja óvissu með fiskimjölsvinnslu vegna raforkuverðs

„Fyrir okkur er þetta mjög alvarleg staða. Við höfum farið í miklar fjárfestingar með það markmið að rafvæða verksmiðjuna, en nú stöndum við frammi fyrir því að geta ekki nýtt þær,“ segir Unnar Hólm Ólafsson, verksmiðjustjóri FIVE – fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar.