Vinsælustu lög ársins - 6. sæti

Í þættinum Lög ársins 2025 sem er á dagskrá sjónvarsins í kvöld rekur Sigurður Þorri Gunnarsson hver eru vinsælustu íslensku lögin á Rás 2 í ár. Jón Jónsson átti stórafmæli á árinu, varð fertugur, nýtti afmælisárið meðal annars líka til að gefa út ástardúettinn Vertu hjá mér með Unu Torfa sem féll vel í kramið hjá hlustendum og er í sjötta sæti listans yfir vinsælustu lög ársins á Rás 2.